usl.annáll.is

AnnállFjölskyldaGuðfræðiMaturPrédikanirSamfélag
Konur og daglegt brauð

Kristín Þórunn @ 14.34 8/3

Stúlknakór

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í tilefni hans rataði þessi pistill á trú.is:

Kirkjan vinnur að daglegu brauði handa öllum með því að vera samfélag sem boðar og þjónar. Kirkjan boðar með því að ögra fordómum, hefðum og kerfum sem hindra konur í því að standa jafnfætis körlum í kirkju og samfélagi. Kirkjan þjónar með því að að vera þar sem minnstu systur og bræður Krists eru og mæta líkamlegum, félagslegum og andlegum þörfum þeirra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna minnir kirkjuna okkar á að enn skortir á að allir eigi daglegt brauð.

Sáttin og snjórinn

Árni og Kristín @ 10.33 3/3

Á gatnamótum

Þriðji pistillinn okkar um náungasamfélagið birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann birtist líka á trú.is. Þar segir meðal annars:

Nýfallinn snjór sem breiðir yfir allt kallar fram þrána í brjóstum okkar eftir því sem er hreint og óspillt. Snjórinn fellur á skítugar götur og ruslahauga og leyfir okkur að halda augnablik að umhverfið okkar sé einmitt þannig: hreint og óspillt. Snjónum fylgir þannig huggun og hugheysting.

Lesið hann á trú.is og á Vísi.is.

Úr örstuttri athugasemd Péturs

Árni Svanur @ 10.16 26/2

Örstutt athugasemd

Það hefur mikið verið rætt um hrunið og sáttina, uppgjörið og réttlætið upp á síðkastið. Um þetta efni höfum við tvö meðal annars skrifað nokkra pistla sem hafa birst á trú.is og í dagblöðum. Í morgun benti Kristín mér á stutta grein eftir Pétur Blöndal sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hún ber yfirskriftina Örstutt athugasemd og mig langar að deila með ykkur nokkrum setningum úr henni:

Öll samfélög hafa einhvern tíma horfst í augu við hrun og flest af mun meiri stærðargráðu en Íslendingar á 21. öldinni. Sagan kennir okkur að aðeins ein leið er fær út úr slíkum erfiðleikum. Það er að sættast og byrja að takast á við vandamálin sem þjóð.

Það er löngu tímabært að kreppuþjakaðir Íslendingar horfi til framtíðar.

Hvernig samfélag viljum við búa börnunum okkar? Er það ekki samfélag einingar og sátta? Er það ekki samfélag fyrirgefningar og nýs upphafs?

Svo sannarlega. En hvernig náum við þangað? Pétur bendir á nokkur mikilvæg atriði: Aukin samvinna stjórnmálamanna, virkjun mannauðsins, skýr sýn til framtíðar, samvinna í stað tortryggni.

Spurningin mín er kannski þessi: Hvert er næsta skrefið? Við höfum talað, en hvað eigum við að gera?

Ecclesiological significance of grief – or forbidden feelings in the funeral

Kristín Þórunn @ 09.15 24/2

Kirkja og kista

A Christian who bids farewell to a deceased beloved one in a church funeral, is faced with an emotional dilemma. On the one hand death has surely left its mark and changed the life of those who are bereaved of their loved one: a cognitive fact that leads to an affective state. On the other hand the Christian message proclaimed in the funeral is that death‘s power has been broken by the risen Christ who is joined by the dead one in resurrection: an affective state, leading to a cognitively acknowledged fact?

Áfram…

Hvernig líður börnunum okkar? Bloggað í beinni

Árni Svanur @ 09.54 19/2 + 1 ath.

Málþing um stöðu barna í Keflavíkurkirkju

Nú stendur yfir málþing í Keflavíkurkirkju þar sem rætt er um börnin okkar, þroska þeirra og stöðu við þeirra við sambúðarslit og skilnað foreldra. Þetta er mikilvægt efni. Málþingsgestir eru rúmlega 50 (þeim fjölgaði eftir því sem leið á málþingið) og dagskráin er áhugaverð. Fyrstur tók til máls dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, sem setur málþingið. Hann gerir grein fyrir bakgrunni verkefnisins.

Áfram…

Föstudagspizza með múskat-spínati og eggjum

Árni og Kristín @ 13.57 13/2

Spínatpizza á föstudegi

Í gær bökuðum við pizzur. Börnin fengu að velja sér álegg og það sem heillaði þau var pizza af einföldustu gerð, þ.e.a.s. með sósu og osti. Það heitir á fagmálinu pizza margarita.

Fyrir fullorðna fólkið var gerð uppskrift sem Kría lærði af matgæðingunum Dagnýju og Gunnari í Nökkvavogi. Þau segja að hún sé nákvæm replica af pizzu sem var seld á veitingastað á High streetinu þeirra í Birmingham þar sem þau bjuggu fyrir nokkrum árum.

Áfram…

Fiskisögur

Árni og Kristín @ 10.25 13/2

„Getur verið að í þínu lífi sé barn sem bíður eftir tíma, eftir eyra til að hlusta á sig, eftir ráðleggingum, eftir ást og umhyggju. Getur verið að þú getir verið ljós í lífi barns, og gefir því kjark og kærleika, svo það geti fótað sig í lífinu sem glöð og góð manneskja?“

Árni og Kristín – Fiskisögur – Víðistaðakirkju 1. nóvember 2009.

Í upphafi er uslið

Árni og Kristín @ 13.42 12/2

Hér blogga saman Árni Svanur og Kristín Þórunn um samfélag, trú, mat og drykk, fjölskyldur, ástina, lífið – hvaðeina sem snertir mannlega tilvist. Þessi annáll er ferðalag sem við leggjum upp í saman, mót framtíð sem ber með sér spennandi áskoranir og tækifæri. Við bjóðum þér að slást í för og leggja orð í belg, taka þátt í samræðunni.

Árni Svanur og Kristín Þórunn

Usl

Okkur finnst gaman að nálgast hluti og hugsanir með öðru móti en venjan er og að virða þá fyrir okkur í nýju ljósi. Forvitni og innlifun gagnast vel í lífinu og gerir okkur hæfari til að njóta þess fallega og takast á við hið óvænta. Þess vegna viljum við usla því hvernig talað er um samfélag, trú, mat og drykk, fjölskyldur, ástina og lífið. Við trúum því að það leiði okkur á nýjar og frjósamar lendur.

Við

  • búum saman og ætlum að ganga í hjónaband í vor.
  • eigum fimm börn sem eiga öll heimili hjá okkur og dvelja líka hjá hinum foreldrum sínum.
  • höfum lesið guðfræði á Íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum.
  • erum prestar og störfum fyrir þjóðkirkjuna.
  • höfum óslökkvandi áhuga á mannlífinu.
  • erum guðfræðingar.
  • elskum lífið.

 

© usl.annáll.is · Færslur · Ummæli