usl.annáll.is

AnnállFjölskyldaGuðfræðiMaturPrédikanirSamfélag

« Ecclesiological significance of grief – or forbidden feelings in the funeral · Heim · Sáttin og snjórinn »

Úr örstuttri athugasemd Péturs

Árni Svanur @ 10.16 26/2/10

Örstutt athugasemd

Það hefur mikið verið rætt um hrunið og sáttina, uppgjörið og réttlætið upp á síðkastið. Um þetta efni höfum við tvö meðal annars skrifað nokkra pistla sem hafa birst á trú.is og í dagblöðum. Í morgun benti Kristín mér á stutta grein eftir Pétur Blöndal sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hún ber yfirskriftina Örstutt athugasemd og mig langar að deila með ykkur nokkrum setningum úr henni:

Öll samfélög hafa einhvern tíma horfst í augu við hrun og flest af mun meiri stærðargráðu en Íslendingar á 21. öldinni. Sagan kennir okkur að aðeins ein leið er fær út úr slíkum erfiðleikum. Það er að sættast og byrja að takast á við vandamálin sem þjóð.

Það er löngu tímabært að kreppuþjakaðir Íslendingar horfi til framtíðar.

Hvernig samfélag viljum við búa börnunum okkar? Er það ekki samfélag einingar og sátta? Er það ekki samfélag fyrirgefningar og nýs upphafs?

Svo sannarlega. En hvernig náum við þangað? Pétur bendir á nokkur mikilvæg atriði: Aukin samvinna stjórnmálamanna, virkjun mannauðsins, skýr sýn til framtíðar, samvinna í stað tortryggni.

Spurningin mín er kannski þessi: Hvert er næsta skrefið? Við höfum talað, en hvað eigum við að gera?

url: http://usl.annall.is/2010-02-26/ur-orstuttri-athugasemd-peturs/


© usl.annáll.is · Færslur · Ummæli